Ásgeir Haraldsson skrifaði grein í Kjarnann 9.ágúst sl og segir m.a.:
"Fjárhagsvandi Landspítalans er algegnt umræðuefni í fjölmiðlum. Ljóst er að almenningur á Íslandi vill eindregið að betur sé búið að Landspítalanum og heilbrigðiskerfi okkar. Dæmi um þessa skoðun er viðamikil undirskriftasöfnun að frumkvæði Kára Stefánssonar um að fjárframlög til íslenska heilbrigðiskerfisins verði sambærileg því sem þekkist á öðrum Norðurlöndum. Þátttakan var fádæma góð. Margir ráðamenn þjóðarinnar tóku heilshugar undir efni undirskriftalistans. Svo virðist sem sá mikli áhugi hafi enst þar til kjörstöðum var lokað."
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga