Leitað að rótum fæðingarótta - Þóra Steingrímsdóttir á Rás 1

 „Fæðingahræðsla er verðugt verkefni hjá okkur í mæðraverndinni og fæðingaþjónustunni og hefur lengi verið og er afskaplega mikilvægur og stór hluti af því sem við erum að fást við. Þetta er allalgengt,“ sagði Þóra Steingrímsdóttir, yfirlæknir á kvenna- og barnasviði Landspítala og prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum við læknadeild Háskóla Íslands, í Mannlega þættinum á Rás 1 í dag.

Rætt var við hana á fæðingarótta, tókófóbíu, og sagt að nærri 10% frumbyrja og tæp 8% fjölbyrja væru haldnar þessum ótta. Þóra sagði kvarðann breiðan, frá ótta til sjúklegrar hræðslu. Með samtölum sé leitað að rót vandans. 

Mynd/Læknablaðið

 Hægt er að hlusta á Þóru hér.