Lengri bið eftir tíma hjá sérfræðilækni

Bið eftir tíma hjá læknum í sumum sérgreinum hefur lengst. Töluverð fækkun blasir við í stétt hjartalækna.
Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir algjört óöryggi ríkja meðal sérfræðilækna og nýliðun vanti í stéttina. „Nú er bara þannig komið að þetta óöryggi og nýliðunarleysi er orðið þannig að menn eru farnir að hugsa sinn gang,“ segir Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.
 

Samkvæmt viðmiði landlæknis á fólk að fá samband við heilsugæslustöð samdægurs, viðtal við heilsugæslulækni innan 5 daga. Skoðun hjá sérfræðingi innan 30 daga og aðgerð eða meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu.

Þetta gengur alls ekki eftir í öllum tilvikum. Til að mynda er sex mánaða bið eftir tíma hjá fyrsta lausa hjartalækni á Læknasetrinu í Mjódd. 

Sjá frétt á ruv.is