„Ætlar heilbrigðisráðherra nú að standa með Landspítala og greiða úr áralöngum og viðvarandi vanda hans?” spyr Þorbjörn Jónsson, sérfræðingur í ónæmisfræði og blóðgjafafræði, sem og formaður Læknafélags Íslands 2011-2017 og Læknaráðs Landspítala, í ritstjórnargrein sumarblaðs Læknablaðsins sem kom út í fyrstu viku júlí.
Bág staða heilbrigðiskerfisins endurspeglast í sumartölublaði Læknablaðsins. Forstjóri og læknar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fara yfir stöðuna þar. „Okkur vantar 15 lækna og 15 hjúkrunarfræðinga, fyrir utan aðrar stéttir og stoðþjónustu,“ segir Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem opnar brátt þrefalt stærri bráðamóttöku og nýja dagdeild.
Alma D. Möller landlæknir fer yfir ábyrgð starfsfólks á mistökum í þröngri stöðu kerfisins í frétt blaðsins. „Lækni er ekki gert að bera ábyrgð á mistökum sem verða vegna kerfisbundinna þátta eins og ónóg mönnun gæti verið dæmi um,“ segir hún.
Sagt er frá hvernig þjarkinn sem þjóðin gaf er ekki fullnýttur á spítalanum. Þá má lesa í viðtali við Bjarna Torfason hvernig spítalinn missir út starfskrafta hans vegna stífra reglna um laun eftir sjötugt.
Svör stjórnmálaflokka við þremur næstu spurningum sem brenna á læknum má finna hér; spurning 4, 5, 6. Tvær fræðigreinar og eitt sjúkratilfelli eru í blaðinu:
Lestu blaðið hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga