Lítið um alvarleg rafhjólaslys - Hjalti Már á Vísi

„Öllum nýjungum í ferðamáta fólks fylgja einhver slys. Það hefur orðið gífurleg aukning í notkun á þessum rafmagnshlaupahjólum og við sjáum svona eitt til tvö slys á dag vegna þeirra," segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. 

Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þetta kemur fram í frétt á Vísi og var í fréttum Stöðvar 2.

„Flest öll slysin verða einfaldlega vegna þess að fólk ekur á gangstéttarbrún og missir aðeins jafnvægið en það er mjög lítið um alvarleg slys, þar sem til dæmis er ekið á einhvern. Einhver slys verða síðan þegar fólk er á þessum hjólum undir áhrifum áfengis, sem við að sjálfsögðu mælum ekki með," segir Hjalti.

Mynd/Læknablaðið

Lesa má fréttina hér.