Loftslagsbreytingar eru heilbrigðismál. Ef við bregðumst ekki hratt við töpum við á stuttum tíma því sem náðst hefur segir dr. Anthony Costello framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO í viðtali við RUV.
„Boðskapurinn er að loftslagsbreytingarnar eru heilbrigðismál, ekki aðeins umhverfismál. Við verðum að bregðast snöggt við. Miklar hættur bíða okkar; allur ávinningur og árangur síðustu aldar gæti skjótt orðið að engu ef við stefnum ekki á næstu 30 árum að jarðefnaeldsneytislausu efnahagslífi. Og allt sem við gerum í baráttu við loftslagsbreytingarnar er gott fyrir heilsufarið; etirð minna kjöt, stundið meiri hreyfingu, búið við loftgæði og njótið Íslands.“
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga