Magnús Gottfreðsson, prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum, var kjörinn forseti NSCMID, samtaka sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræði á Norðurlöndunum, á árlegu vísindaþingi þeirra sem haldið var í Hörpu dagana 19.-22. ágúst 2018. Starfinu mun Magnús gegnai næstu 3 ár. Samtökin hafa staðið fyrir árlegum ráðstefnum í þessum sérgreinum undanfarin 35 ár og hafa verið haldnar víðs vegar á Norðurlöndum, m.a. nú á Íslandi í fjórða skipti. Félagið veitir jafnframt rannsóknarstyrki og styrki til ungra rannsakenda til að kynna verkefni sín.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga