Með CRISPR/​Cas9 má breyta mönnum - Magnús á mbl.is

„Að taka fóst­ur­vísi og út­setja hann fyr­ir aðferðafræði sem við vit­um ekki hvort er ör­ugg, óháð siðferðileg­um spurn­ing­um, er óverj­andi til­raun á ein­stak­lingi,“ seg­ir Magnús Karl Magnús­son, pró­fess­or við lækna­deild Há­skóla Íslands, í Sunnudegi helgarblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þar er sagt frá CRISPR/​Cas9-erfðatækn­inni sem ger­ir mönn­um kleift að breyta erfðaefni dýra, þar með talið manna, að vild. „Tækn­in kem­ur frá bakt­erí­um og er aðferð þeirra við að verj­ast árás­um veira,“ segir Magnús í Morgunblaðinu.

„Kerfið kem­ur úr nátt­úr­unni í allt öðrum til­gangi en við not­um það,“ seg­ir hann. „Þetta er í raun ónæmis­kerfi bakt­erí­unn­ar.“

Reykjavíkur-yfirlýsing Alþjóðafélags lækna vísar til þess að erfðarannsóknir í tengslum við heibrigðisþjónustu eigi fyrst og fremst að gera í þágu sjúklings sem verið er að prófa. Sjá yfirlýsinguna hér.

Magnús segir í viðtalinu að þessi nýja tækni sé siðferðis­lega al­veg óum­deild þegar um sé að ræða breyt­ing­ar á lík­ams­frum­um. 

„Þarna erum við kom­in með aðferðafræði sem er mark­viss­ari og ná­kvæm­ari en gamla aðferðin. Það eina sem við erum að gera er að laga vef­inn í sjúk­lingn­um, við erum ekki að breyta erfðamengi hans í heild,“ seg­ir Magnús. Í bar­áttu gegn sjúk­dóm­um þar sem gena­lækn­ing­ar hafa borið ár­ang­ur á árum áður geti Crispr bætt um bet­ur í ná­inni framtíð.

Tæknin geri hins vegar einnig mögulegt að breyta fóst­ur­vísi manns.

„Það eru flest­ir sam­mála um að í dag sé þetta svið sem við eig­um ekki að fara inn á. Sum­ir segja að það ger­ist kannski í framtíðinni en við vit­um allt of lítið um þessa aðferð svo það sé siðfræðilega verj­andi að breyta erfðamengi sem flyst á milli kyn­slóða,“ seg­ir Magnús.

Mynd/Skjáskot/Mbl.is

Sjá úrdrátt af viðtalinu við Magnús á mbl.is hér