Mikilvægur kafli að hefjast gegn COVID-19 - Magnús, Svandís og Þórólfur

„Virkni þessa tiltekna bóluefnis er betri og meiri en vonast var til í byrjun þannig að ég myndi segja að þetta væri mikilvægur kafli sem þarna er að hefjast,“ segir Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum hjá Landspítalanum, á RÚV í gærkvöld. Ástæðan eru fréttir af því að bóluefni gegn Covid 19 sem lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech vinna að hafi virkað gegn veirunni í 90% tilvika.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir við RÚV í dag að tíðindi af góðum árangri lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech við þróun bóluefnis marki þáttaskil. Viðræður séu í gangi við Evrópusambandið um að tryggja að Íslendingar verði í sem bestri stöðu. „Ég er mjög bjartsýn með það,“ segir hún. Við MBL.is sagði hún: „Nú erum við kom­in á nýj­an stað. Það var nýr kafli sem byrjaði í gær. Ljós sé við enda ganganna. Og við Vísi að allt yrði til reiðu í byrjun næsta árs.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir við RÚV niðurstöður rannsóknar á nýju bóluefni lofa góðu. Hann vonist til þess að aðrir bóluefnaframleiðendur komi með álíka fréttir fljótlega.

Þá kemur fram á Vísi að lokadrög litakóðuunarkerfis Almannavarna sé brátt tilbúið.

Mynd/Skjáskot/RÚV