Formaður Læknafélags Íslands segir að „handahófskenndar ákvarðanatökur“ í formi innleiðingar jafnlaunavottunar og ívilnana hafi spilað stórt hlutverk í framúrkeyrslu Landspítalans. Jafnframt segir hann að fjögurra milljarða framúrkeyrslu megi flokka sem stjórnunarmistök.
Sex mánaða uppgjör spítalans, sem birt var í sumar, sýndi að að óbreyttu stefndi í hátt í fimm milljarða króna framúrkeyrslu í ár.
„Í fyrsta lagi viljum við taka undir að við höfum áhyggjur af langvarandi fjárhagsvanda Landspítalans. Það er stöðugt verið að bæta við verkefnum á sjúkrahúsið sem væri skynsamlegra að væru í höndum annarra sem gætu veitt þjónustuna á hagkvæmari hátt og væru ekki að taka mannafla frá kjarnastarfsemi spítalans,“ segir Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga