Milljarða framúrkeyrsla stjórnunarmistök

Formaður Lækna­fé­lags Íslands seg­ir að „handa­hófs­kennd­ar ákv­arðana­tök­ur“ í formi inn­leiðing­ar jafn­launa­vott­un­ar og íviln­ana hafi spilað stórt hlut­verk í framúr­keyrslu Land­spít­al­ans. Jafn­framt seg­ir hann að fjög­urra millj­arða framúr­keyrslu megi flokka sem stjórn­un­ar­mis­tök.

Sex mánaða upp­gjör spít­al­ans, sem birt var í sum­ar, sýndi að að óbreyttu stefndi í hátt í fimm millj­arða króna framúr­keyrslu í ár.

„Í fyrsta lagi vilj­um við taka und­ir að við höf­um áhyggj­ur af langvar­andi fjár­hags­vanda Land­spít­al­ans. Það er stöðugt verið að bæta við verk­efn­um á sjúkra­húsið sem væri skyn­sam­legra að væru í hönd­um annarra sem gætu veitt þjón­ust­una á hag­kvæm­ari hátt og væru ekki að taka mannafla frá kjarn­a­starf­semi spít­al­ans,“ seg­ir Reyn­ir Arn­gríms­son formaður Lækna­fé­lags Íslands.

Sjá viðtal við Reyni á mbl.is