„Heilbrigðisráðherra hefur ekki svarað tilmælum Samkeppniseftirlitsins um úrbætur varðandi mismunun á rekstrarforsendum,“ segir Jón Gunnarsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu 8. október sl.
„Hæstvirtur heilbrigðisráðherra þakkaði forystu VG fyrir góðan árangur í heilbrigðismálum í nýlegri grein í Morgunblaðinu. En lítum nú aðeins á staðreyndir. Á árunum 2014-2016, undir forystu Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðisráðuneytinu, var fjármögnunar- og gæðakerfum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins gerbreytt. Komið var á nútímafjármögnunarkerfi þar sem horft var í þjónustuþörf einstaklinga, þar sem börn, aldraðir og fjölveikir voru settir í forgang. Jafnframt var komið á gæða- og aðgengisviðmiðun. Fjármagn fylgdi síðan hverjum og einum sem hefur nú val um hvert viðkomandi sækir þjónustu.“