Myndu ekki spara á að flytja verkin á spítala

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að ekki sé hægt að veita þá þjónustu á Landspítala sem sé í boði á einkareknum stofum utan sjúkrahúsa. Til þess sé ekki aðstaða. Lokun rammasamnings sé því ákvörðun um að ríkið greiði ekki fyrir þjónustu sem þörf sé fyrir.
 

Reynir sagðist á Morgunvaktinni á Rás 2, ekki gera athugasemd við að heilbrigðisráðherra vilji byggja upp þjónustu á göngudeild við Landspítala Íslands. Hann finnur hins vegar að því að skrúfað hafi verið fyrir rammasamning sérfræðilækna, þannig að fleiri læknar komist ekki inn á samninginn.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fundið að því að rammasamningurinn við sérfræðilækna sé of dýr. Þangað streymi of miklir peningar úr ríkissjóði. „Þetta er náttúrulega ekki rétt,“ segir Reynir. „Það hefur ekki farið ein einasta króna, ég fullyrði það, út til sérfræðilækna sem ekki var samið um árin 2012-2013 í þessum samningi. Stjórnvöld gerðu sér alveg grein fyrir því hvað þau voru að gera.“

 

Sjá frétt á ruv.is