Aukaverkanir hafa ekki komið í ljós af notkun lyfsins Hydroxychloroquine á Landspítala við meðferð á fólki með COVID-19. Þetta segir Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala við RÚV. Hann segir að tvenns konar veirulyf séu nú notuð við meðferð fólks með sjúkdóminn og að spítalinn eigi nægar birgðir af þeim.
Már segir að lyfið Hydroxychloroquine, sem sé gjarnan notað við gigt, hafi verið notað við meðferð fólks með COVID-19 í vor og fyrir því hafi legið ákveðnar fræðilegar ástæður.
„Síðan hafa rannsóknir í rauninni ekki stutt við notkunina, í erlendum rannsóknum sáu menn aukaverkanir sem hafa fælt menn frá því að nota þetta. Við sáum ekki neitt af þeim aukaverkunum en gættum vel að okkur. En síðan hafa komið fram rannsóknir sem eru með sértæk veirulyf af tvennum toga sem rannsóknir sýna að eru til verulegra bóta. Og við erum með aðgengi að báðum þessum lyfjum. “
Mynd/Skjáskot/RÚV
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga