Niðurstaða atkvæðagreiðslu stofulækna um samning SÍ og LR um sérfræðilæknisþjónustu liggur fyrir


Um hádegi í dag, 30. júní 2023, lauk atkvæðagreiðslu meðal lækna sem reka eigin starfsstofur um nýgerðan samning Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélags Reykjavíkur um sérfræðilæknisþjónustu.

Á kjörskrá voru 341 læknir. Atkvæði greiddu 217 læknar eða 63,64%. Já sögðu 203 eða 93,55%, nei sögðu 11 eða 5,07%. Þrír læknar skiluðu auðu eða 1,38%.

Samninganefnd LR mun nú tilkynna SÍ að félagsmenn sem starfa samkvæmt samningnum hafi samþykkt hann. Samningurinn öðlast gildi 1. september nk.