Nauðsynlegt er að leysa þann fráflæðisvanda sem ríkir á Landspítala, sem lýsir sér í því að rými, sem eiga að heita bráðadeild, eru að miklu leyti full af sjúklingum sem ættu að liggja á legudeild. Þetta segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala.
Læknaráð sendi í morgun frá sér ályktun til stjórnvalda þar sem lýst er áhyggjum af ófullkominni einangrun sjúklinga sem mögulega bera fjölónæmar bakteríur á bráðamóttöku.
Ebba segir útlit fyrir að ástandið muni batna til muna með nýjum meðferðarkjarna Landspítala, sem sennilega verður tekinn í gagnið eftir fjögur ár, en þangað til þurfi tímabundin úrræði.
„Þetta er í raun keðjuverkun. Á bráðdeild er fólk sem ætti að vera á legudeild, en legudeildin er full af fólki sem ætti heima á hjúkrunarheimilum.“ Nauðsynlegt sé að reisa ný hjúkrunarheimili, og ekki síst manna þau en þar hefur hnífurinn staðið í kúnni. Illa gangi að manna þau nýju hjúkrunarheimili sem sprottið hafa upp.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga