Í næsta mánuði verður byrjað að steypa upp nýtt þjóðarsjúkrahús á Landspítalalóðinni. Samið var við byggingarfyrirtækið Eykt um að vinna verkið fyrir tæpa 8,7 milljarða króna og er áætlað að það taki þrjú ár. Enda verður þetta ein stærsta bygging Íslands, um 70.000 fermetrar. Síðan tekur við vinna við innréttingar og annan frágang og áætlað er að taka sjúkrahúsið í notkun árið 2025-2026.
Meðferðarkjarninn, eins og einingin er nefnd, er stærsta einstaka bygging Hringbrautarverkefnisins. Þetta verður lykilbygging nýs spítala þar sem hægt verður að meðhöndla 480 sjúklinga miðað við hámarksálag.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga