Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi RÚV í kvöld að nýjar reglur sem taka gildi á landamærunum á morgun þurfi að gilda í marga mánuði.
„Já, ég held það nú, ef við viljum halda veirunni frá landinu, þá held ég að við þurfum að gera það í marga mánuði. Ég held að staðan sé bara þannig,“ sagði hann.
Samkvæmt nýju reglunum þurfa allir farþegar að fara í skimun við komuna til landsins. Einnig að lokinni fimm daga sóttkví.
Mynd/Skjáskot/RÚV
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga