Í leiðara nýjasta tölublaðs Læknablaðsins fjallar formaður LÍ um nýliðun lækna:
“Eitt af lykilatriðum í jákvæðri framfaraþróun er að tryggja nýliðun lækna og aðstreymi nýrrar þekkingar og reynslu. Það er því váleg staða þegar þeim þætti er ógnað til lengri eða skemmri tíma. Nýliðun þarf að eiga sér stað á öllum sviðum læknisþjónustunnar. Á sama tíma og landsmönnum hefur fjölgað um 30.000 frá árinu 2010, hefur fastráðnum heilsugæslulæknum fækkað hjá öllum heilbrigðisstofnununum nema einni. Meðal annars hefur stöðugildum sem setin eru af sérfræðingum í heimilislækningum hjá hinu opinbera fækkað um 13%, mest á landsbyggðinni, eða frá 5% til 47%. “
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga