Færri hafa lagst inn á spítala hér á landi en búist var við nú í fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala á mbl.is. Forsvarsmenn á Landspítala hafi óttaðist að allt að 10% þeirra sem sýktust þyrftu á innlögn að halda, í stað 4% í fyrri bylgjum. Var það byggt á reynslu erlendra þjóða af breska afbrigðinu. Landspítali var færður af hættustigi á óvissustig í gær.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra. Það inniheldur tillögur að aðgerðum á landamærunum. MBL.is segir þær innan núverandi lagaramma og að hans mati ekki eins áhrifaríkar en fyrri tillögur voru.
Mynd/Skjáskot/Mbl.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga