Páll Ragnar Karlsson, Ph.D. í læknavísindum, var í fyrradag útnefndur „rannsóknarmaður ársins“ hjá Dönsku sykursýkiakademíunni (Danish Diabetes Academy – DDA).
Eins og Morgunblaðið greinir frá var Páll heiðraður fyrir rannsóknir sínar á verkjum sykursjúkra: „Hann varð fyrstur í Danmörku til að beita nýrri aðferð við töku og greiningu húðsýna sem geta sagt til um ástand tauga í húðinni.“ Í umfjöllun um viðurkenninguna í Morgunblaðinu segir að aðferðin geti valdið tímamótum.
Mynd/Skjáskot/mbl.is
Sjá frétt mbl.is hér.
Sjá frétt DDA hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga