Ragna Kristín Guðbrandsdóttir er sú yngsta sem hefur útskrifast með B.Sc.-gráðu í læknisfræði hér á landi. Ragna verður 21 árs síðar á árinu.
„Það var auðvitað góð tilfinning en þetta var ekki alveg komið til af góðu. Ég fór upp um bekk í grunnskóla vegna þess að ég lenti í svo miklu einelti. Síðan var ég bara þrjú ár í menntaskóla sem var vegna styttingar menntaskólans. En þetta var mjög góð tilfinning samt sem áður. Ég er tveimur árum yngri en þeir yngstu sem eru að útskrifast með mér,“ segir Ragna í Morgunblaðinu í dag.
Mynd/Skjáskot/Mbl.is
Sjá fréttina hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga