Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þetta kom fram á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Á meðal aðgerða er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi.
Haft er efti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á Vísi að hún telji ekki að of brátt hafi verið farið í opnun landsins. Ekki hafi verið mistök að liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands.
Vísir segir einnig frá því að sjúklingur sem lagður var inn á Landspítala í morgun vegna Covid-19 sé í áhættuhópi vegna aldurs. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir ekki ljóst hvers vegna svo fáir hafi þurft að leita á sjúkrahús vegna Covid-19 í þessari „seinni bylgju“ faraldursins en veikindi versni oft á annarri viku.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir við Mbl.is að aukinn viðbúnaður verði hjá lögreglu í umdæmum um land allt yfir verslunarmannahelgina. Hann segir það verkefni samfélagsins alls að ná tökum á útbreiðslu veirunnar.
„Smithættan er mikil. Við vitum ekki hvað smitið er útbreitt núna. Þróunin með hverjum degi í þessari viku hefur bent til þess að við erum ekki með tök á þess og þess vegna þurfum við að grípa til þessara aðgerða.“
Mynd/Skjáskot/Vísir
Fjöldi frétta um áhrifin og ákvörðunina:
Landspítali kominn á hættustig - Landspítali
Frjálsíþróttamót blásin af - RÚV
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga