„Ný veira þýðir bara að þetta hefur verið einstaklingur sem kom að utan. Þetta er ekki eitthvað sem hefur verið að malla hér innanlands,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, við mbl.is um þær fregnir að „ný tegund veiru“ hafi greinst hér á landi. Réttara sé að tala um nýtt afbrigði af kórónuveirunni SARS-CoV-2.
„Hins vegar ef það fara koma upp tilfelli innanlands sem ekki eru með tengsl að utan og eru með sömu arfgerð og þetta tiltekna afbrigði þá væri hægt að draga þá ályktun [um seinni bylgju] en það er ótímabært að svo stöddu,“ útskýrir Már í samtali við mbl.is.
Mynd/Læknablaðið
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga