Samstaða er besta smitvörnin

„Við erum með öfl­uga leiðtoga með bein í nef­inu til að stýra mál­um, lesa í aðstæður á hverj­um tíma og hafa dug til að láta ekki und­an alls kyns þrýst­ingi og sér­hags­mun­um,“ segja þeir Pét­ur Magnús­son og Stefán Yngva­son í aðsendri grein í Morgunblaðinu 9. okt sl. 
 
Þessa dag­ana rís þriðja bylgja Covid19-far­ald­urs­ins sem hæst hér á landi og er óhætt að segja að við lif­um á ein­stök­um tím­um í okk­ar sam­fé­lagi. Mik­il­vægt er að all­ir aðilar í þjóðfé­lag­inu standi sam­an í bar­átt­unni gegn þess­um vá­gesti þó ástandið sé sann­ar­lega farið að reyna vel á þol­in­mæði okk­ar allra. Veir­an fer ekki í mann­greinarálit og get­ur komið upp hvar sem er. Veir­an veld­ur ekki bara ótíma­bær­um and­lát­um og erfiðum veik­ind­um hjá áhættu­hóp­um.