„Við erum með öfluga leiðtoga með bein í nefinu til að stýra málum, lesa í aðstæður á hverjum tíma og hafa dug til að láta ekki undan alls kyns þrýstingi og sérhagsmunum,“ segja þeir Pétur Magnússon og Stefán Yngvason í aðsendri grein í Morgunblaðinu 9. okt sl.
Þessa dagana rís þriðja bylgja Covid19-faraldursins sem hæst hér á landi og er óhætt að segja að við lifum á einstökum tímum í okkar samfélagi. Mikilvægt er að allir aðilar í þjóðfélaginu standi saman í baráttunni gegn þessum vágesti þó ástandið sé sannarlega farið að reyna vel á þolinmæði okkar allra. Veiran fer ekki í manngreinarálit og getur komið upp hvar sem er. Veiran veldur ekki bara ótímabærum andlátum og erfiðum veikindum hjá áhættuhópum.