Biðtími eftir liðskiptaaðgerðum verður ekki styttur með því einu að fjölga slíkum aðgerðum. Til að ná árangri þarf samstillt átak heilbrigðisyfirvalda, Embættis landlæknis og heilsugæslunnar. Þriggja ára átak, sem átti að stytta bið eftir þessum aðgerðum, bar ekki tilætlaðan árangur. Landlæknir leggur m.a. til að þessum aðgerðum verði útvistað tímabundið.
Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun þar sem kynntar voru niðurstöður skýrslu Embættis landlæknis um árangur af biðlistaátakinu. „Biðtíminn hefur vissulega styst,“ sagði Alma Möller landlæknir á fundinum. „En ekki eins og vonir stóðu til.“
Þetta var þrátt fyrir að aðgerðatíðni hefði aukist á þessu tímabili og að nú væru gerðar, að sögn Ölmu, 230 aðgerðir á hnjám og mjöðmum á hverja 100.000 íbúa hér á landi. Samið var um 911 „átaksaðgerðir“ á þessu tiltekna tímabili, framkvæmdar voru 827 aðgerðir og því voru 84 aðgerðir, eða 9% fyrirhugaðra aðgerða sem ekki tókst að gera.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga