Stjórn Læknafélags Íslands segir að hagsmunir ákveðinna hópa sjúkratryggðra séu fyrir borð bornir þegar stjórnvöld neiti að hleypa fleiri sérfræðilækningum að rammasamningnum. Þetta sé gert á sama tíma og aðrir innan heilbrigðiskerfisins séu ekki í stakk búnir til að taka við og veita þessa þjónustu. Afleiðingar þessa séu að læknum í ýmsum sérgreinum hafi fækkað og það geti leitt til skorts á sérhæfðri þjónustu við langveika sjúklinga, töf á greiningum alvarlegra sjúkdóma, óviðunandi eftirfylgni á meðferð og skort á meðferðarúrræðum. „Þetta er skerðing sem bitnar fyrst og fremst á sjúklingum og öryggi þeirra en einnig á atvinnufrelsi lækna. Slíkar aðgerðir hafa ákveðinn fælingarmátt og letja íslenska lækna frá því að koma til Íslands að afloknu löngu sérfræðinámi, sem aftur bíður heim hættu á stöðnun í heilbrigðisþjónustunni,“ segir í ályktuninni.
Sjá frétt á ruv.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga