Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, gerði skaðsemi rafrettna að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins í dag. Hann sagði að ýmislegt hefði gerst sem ástæða væri til að hafa áhyggjur af síðan lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi í mars.
„Í vor, sumar og nú í haust hafa komið fram upplýsingar, m.a. úr ritrýndum læknatímaritum, um skaðsemi rafsígarettna. Bandarísk yfirvöld hafa gripið til ráðstafana til að setja meiri skorður við dreifingu og sölu þeirra og evrópsku lungnalæknasamtökin hafa sagt að ekki sé hægt að mæla með rafsígarettum sem tæki til að hjálpa fólki að hætta að reykja en það voru, eins og margir muna, ein af meginrökunum sem notuð voru í umsögnum og umræðum um málið á sínum tíma,“ sagði Ólafur Þór.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga