Segir rafrettur ekki "saklausa neysluvöru"

Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son, þingmaður VG, gerði skaðsemi rafrettna að um­fjöll­un­ar­efni sínu und­ir liðnum störf þings­ins í dag. Hann sagði að ým­is­legt hefði gerst sem ástæða væri til að hafa áhyggj­ur af síðan lög um rafrett­ur og áfyll­ing­ar tóku gildi í mars.

„Í vor, sum­ar og nú í haust hafa komið fram upp­lýs­ing­ar, m.a. úr ritrýnd­um lækna­tíma­rit­um, um skaðsemi rafsíga­rettna. Banda­rísk yf­ir­völd hafa gripið til ráðstaf­ana til að setja meiri skorður við dreif­ingu og sölu þeirra og evr­ópsku lungna­lækna­sam­tök­in hafa sagt að ekki sé hægt að mæla með rafsíga­rett­um sem tæki til að hjálpa fólki að hætta að reykja en það voru, eins og marg­ir muna, ein af meg­in­rök­un­um sem notuð voru í um­sögn­um og umræðum um málið á sín­um tíma,“ sagði Ólaf­ur Þór.

Sjá nánar á mbl.is