Tryggvi Helgason barnalæknir telur það líklegt að með tilfærslu klukkunnar muni hreyfing ungmenna minnka. Hann bendir á að með tilfærslu klukkunnar fækki björtum stundum að loknum skóla- og vinnudegi en rannsóknir hafi sýnt að tengsl séu á milli dagsbirtu og hreyfingar unglinga hér á landi. Í ritstjórnargrein sinni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins gagnrýnir Tryggvi að engin áhersla hafi verið lögð á áhrif klukkunnar á hreyfingu ungmenna hvorki í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um klukkubreytinguna né í umfjöllun fjölmiðla. Enn fremur segir hann skýrslu starfshópsins vera einhliða og mikið gert úr kostum klukkubreytingar en lítið úr göllum.
Ritstjórnargrein í Læknablaðinu
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga