Segir seinkun klukkunnar geta haft áhrif á hreyfingu ungmenna

Tryggvi Helga­son barna­læknir telur það lík­legt að með til­færslu klukk­unnar muni hreyf­ing ung­menna minnka. Hann bendir á að með til­færslu klukk­unnar fækki björtum stundum að lokn­um ­skóla- og vinnu­degi en rann­sóknir hafi sýnt að tengsl séu á milli dags­birtu og hreyf­ingar ung­linga hér á land­i. Í rit­stjórn­ar­grein sinni í nýjasta tölu­blað­i Lækna­blaðs­ins ­gagn­rýn­ir ­Tryggvi að engin áhersla hafi ver­ið lögð á áhrif ­klukk­unn­ar á hreyf­ingu ung­menna hvorki í skýrslu starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um klukku­breyt­ing­una né í umfjöllun fjöl­miðla. Enn fremur segir hann skýrslu starfs­hóps­ins vera ein­hliða og mikið gert úr kostum klukku­breyt­ingar en lítið úr göll­u­m. 

Sjá frétt á kjarninn.is 

Ritstjórnargrein í Læknablaðinu