Eiríkur Jónsson, þvagfæraskurðlæknir sem vann á Landspítala í áratugi, segist ekki muna eftir því að reksturinn á spítalanum hafi verið vandræðalaus. Hann segir margt líkt með starfsemi spítalans og sjávarútvegsfyrirtæki og segir spítalann geta lært mikið af sjávarútveginum.
„Margt dynur á Landspítala um þessar mundir og heimsfaraldur setur alla hefðbundna starfsemi úr skorðum. Reksturinn var þó ekki vandræðalaus fyrir og í raun man ég ekki eftir að hann hafi verið í lagi þá áratugi sem ég hef unnið á stofnuninni. Af því að mér er annt um það mikilvæga starf sem þar er unnið, vaknar spurningin: „Hvað er til ráða?“ skrifar Eiríkur í aðsendri greiní Læknablaðinu.
Eiríkur vann nokkur sumur í fiskvinnslu og við togveiðar í Vestmannaeyjum um miðjan áttunda áratuginn.
„Þetta var fyrir daga kvótakerfisins og höfnin var full af trollbátum. Allir kepptust við að veiða sem mest og iðulega var landburður af fiski. Bryggjan fyrir framan Fiskiðjuna fylltist af fiski þegar hæst stóð í stönginni. Vinnslulínan lá frá móttökunni inn í vélasalinn, gegnum flakasnyrtingu, pökkun og loks í tækin þar sem afurðin var hraðfryst,“ skrifar Eiríkur.
Sjá viðtal við Eirík í Fréttablaðinu
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga