Segja BSRB rangtúlka tölur - Ragnar Freyr og Þórarinn í Fréttablaðinu

Burt­séð frá því hvað býr að baki túlkun BSRB á tölum úr við­horfs­könnun sem Fé­lags­vísinda­stofnun Háskóla Íslands fram­kvæmdi taka þær af öll tví­mæli um það að veru­legur meiri­hluti svar­enda styðji eitt­hvert form af sjálf­stæðum rekstri lækna­stofa. Að halda þver­öfugu fram, og byggja það á svörum um spítala­þjónustu, eru vægast sagt ó­vönduð vinnu­brögð, segja þeir Ragnar Freyr Ingvarsson gigtarlæknir og Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur í grein í Fréttablaðinu í dag.

„Heil­brigðis­þjónustan er enn í dag nánast öll fjár­mögnuð af hinu opin­bera úr sam­eigin­legum trygginga­sjóði lands­manna. Um þann grund­vallar­þátt hefur þjóðin verið al­gjör­lega sam­mála alla tíð og vonandi er að hún verði ekki hrakin inn í það tvö­falda heil­brigðis­kerfi sem því miður blasir við ef ekki verður tafar­laust gripið í taumana.“

Þeir myndlíkja rökstuðning BSRB á könnuninni við sögu af Emmu öfugsnúnu. „Sjálf­miðaður á­hugi BSRB á að fjölga fé­lags­mönnum sínum og öfug­snúnar túlkanir banda­lagsins á við­horfs­könnun mega aldrei ráða för í vexti og við­gangi heil­brigðis­kerfisins okkar sem lands­menn hafa af sam­heldni og metnaði byggt upp á löngum tíma.“

  • Greinin í heild sinni á vef Fréttablaðsins hér.

Mynd/Skjáskot/Fréttablaðið