„Sérgreinalæknar eru virkilega tilbúnir að vera hluti af lausninni. Við erum alls ekki hluti af vandamálinu og alveg ljóst að ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum,“ segir Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur í fréttum RÚV.
Þórarinn ræddi þar um fréttir þess efnir að fáir sérgreinalæknar byðu þjónustu úti á landi. Þórarinn sagði mikilvægt að gert væri eftirsóknarvert fyrir sérgreinalækna að starfa úti á landi. Þeir vildu ekki veita þar undirmálsþjónustu við bágan tækjakost.
„Sumar greinar þurfa að geta sent fólk í myndatöku og það er jafnvel bara hægt í Reykjavík,“ benti hann á. „Það þarf að ræða málin og við erum tilbúin í það samtal.“
Mynd/Skjáskot/RÚV
Sjá nánar hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga