Stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) hefur verið tjáð að í vaxandi mæli séu sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir að gera þær kröfur til lækna að þeir færi á ensku sjúkraskrár útlendinga, sem leita læknisþjónustu á viðkomandi stofnanir og að læknabréf og vottorð s.s. um sjúkrahúslegu þessa sjúklingahóps skuli rita á ensku. Þessi krafa virðist einkum gerð í þágu erlendra ferðamanna, sem leita heilbrigðisþjónustu hér á landi, m.a. ferðamönnum sem hingað koma á skemmtiferðaskipum.
Af þessum sökum hefur stjórn LÍ sent forstjórum og lækningaforstjórum á Landspítala og heilbrigðisstofnunum á landinu bréf þar sem bent er á, með vísan til lagaákvæða, að stjórnendum heilbrigðisstofnana sé beinlínis óheimilt að krefjast þess af íslenskum læknum að þeir færi sjúkraskrá á öðru tungumáli en íslensku eða riti læknabréf eða önnur vottorð t.d. vegna sjúkrahúslegu á öðru tungumáli en íslensku.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga