Skerpa á reglum um notkun samfélagsmiðla

Færst hefur í aukana að einhverskonar heilbrigðistengdar auglýsingar sjáist á samfélagsmiðlum. Læknafélag Íslands er að hefja vinnu við tilmæli til lækna um örugga og faglega notkun samfélagsmiðla. „Við þurfum að búa til frekari tilmæli um samskiptahætti lækna á samfélagsmiðlum, það skiptir miklu máli hvernig læknar koma fram og hvað þeir segja á samfélagsmiðlum,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, í samtali við fréttastofu.

 

Sjá frétt á RÚV