Skimun forsenda fyrir opnun landsins - Vilhjálmur Ari á mbl.is

„Þegar við í ráðinu töluðum sam­an síðast var það að hægt væri að skima alla al­gjört skil­yrði fyr­ir opn­un lands­ins. Nú er þetta [sam­starfið við Íslenska erfðagrein­ingu] brostið og von­andi verðum við kölluð til fund­ar til þess að ræða stöðuna en þetta er al­gjör­lega ný staða,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Ari Ara­son­, lækn­ir sem sit­ur í sótt­varn­aráði fyr­ir hönd Lækna­fé­lags Íslands við mbl.is. Forsendurnar séu nú brosnar. 

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, sagði í fjölmiðlum í gær að sýkla- og veiru­fræðideild spít­al­ans geti tekið við skimun ferðamanna á landa­mær­un­um. Nefndi hann að það væri hægt frá næsta þriðju­dag. 

„Fram að þessu hef­ur þetta ekki verið okk­ar for­gangs­verk­efni. Skimun­in hef­ur ekki verið okk­ar hlut­verk. Það hef­ur breyst núna og það er orðið okk­ar hlut­verk. Og það verður býsna erfitt en það er eitt­hvað sem við ætl­um að láta tak­ast,“ seg­ir Páll í sam­tali við mbl.is.

Málið hefur verið mikið rætt í fjölmiðlum. Nú í dag 7. júní birtist frétt á Vísi.is þar sem haft er eftir Ragnari Frey Ingvarssyni, yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans, að það sé augljós sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir fyrir kórónuveirunni. Ragnar telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn. Hann segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni.

Mynd/Skjáskot/mbl.is

 Vilhjálmur á mbl.is hér.

Páll á mbl.is hér.

Páll á ruv.is.

Ragnar á Vísi.is.