„Þegar við í ráðinu töluðum saman síðast var það að hægt væri að skima alla algjört skilyrði fyrir opnun landsins. Nú er þetta [samstarfið við Íslenska erfðagreiningu] brostið og vonandi verðum við kölluð til fundar til þess að ræða stöðuna en þetta er algjörlega ný staða,“ segir Vilhjálmur Ari Arason, læknir sem situr í sóttvarnaráði fyrir hönd Læknafélags Íslands við mbl.is. Forsendurnar séu nú brosnar.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í fjölmiðlum í gær að sýkla- og veirufræðideild spítalans geti tekið við skimun ferðamanna á landamærunum. Nefndi hann að það væri hægt frá næsta þriðjudag.
„Fram að þessu hefur þetta ekki verið okkar forgangsverkefni. Skimunin hefur ekki verið okkar hlutverk. Það hefur breyst núna og það er orðið okkar hlutverk. Og það verður býsna erfitt en það er eitthvað sem við ætlum að láta takast,“ segir Páll í samtali við mbl.is.
Málið hefur verið mikið rætt í fjölmiðlum. Nú í dag 7. júní birtist frétt á Vísi.is þar sem haft er eftir Ragnari Frey Ingvarssyni, yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans, að það sé augljós sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir fyrir kórónuveirunni. Ragnar telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn. Hann segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni.
Mynd/Skjáskot/mbl.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga