„Þetta eru mikil vonbrigði og okkur finnst þetta endurspegla að það sé ekki alveg verið að hlusta á það sem við erum að reyna að koma á framfæri, um að það sé skortur nánast hvert sem litið er í kerfinu. Þessi fjárlög eru ekki að hafa mikil áhrif þar á, það er alveg ljóst,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, í samtali við mbl.is um fjárlagafrumvarpið sem var kynnt á mánudaginn.
„Þetta er rétt til að halda í horfinu og varla það ef maður er að horfa til mjög hraðrar öldrunar þjóðarinnar á allra næstu árum, íbúafjölgun og gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna,“ segir Steinunn.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga