Skurðstofur HSS teknar niður - RÚV segir frá 200 milljónum í verkið

 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) skortir húsnæði þrátt fyrir að fimmtán hundruð fermetrar standi ónotaðir. Skurðstofur þar hafa staðið meira og minna ónotaðar í áratug, sagði í fréttum RÚV nú um hvítasunnuhelgina.

„Þjónustan hefur aukist gríðarlega undanfarin ár vegna þess að íbúafjölgun hefur orðið mikil. En það er svona takmarkandi fyrir því hvað við getum því við höfum bara ekki pláss til þess að efla þjónustuna enn frekar. Ef við óskum eftir að ráða fólk, hjúkrunarfræðinga, næringarráðgjafa eða lækni þá erum við í vandræðum með það hvar við eigum að koma fólkinu fyrir. Árið 2002 voru 16 þúsund sem bjuggu á Suðurnesjum og núna í dag 28 þúsund. Stöðin hefur ekkert stækkað síðan 2002, í 18 ár,“ sagði Sveinbjörg Sigríður Ólafsdóttir, deildarstjóri á hjúkrunarmóttöku á HSS, í fréttum RÚV.

Sagt var frá því í fréttinni að stjórnvöld ætli að verja tvö hundruð milljónum svo unnt sé að breyta húsnæðinu svo það nýtist. 

Skurðstofurnar á Suðurnesjum hafa verið í fréttum í gegnum tíðina. Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri segir í pistli frá því í september í fyrra að fundaði hafi verið með ríkiseignum þá um framhaldið.

„Það er ljóst að mörgum mun finnast sjónarsviptir af því að leggja skurðstofurnar alfarið niður, en takmark stjórnenda og starfsfólks HSS verður að vera að standa vörð um grunnþjónustuna við íbúa, heilsugæsluna og bráðamóttökuna og þar eru húsnæðismálin okkar helsta áskorun.“

Mynd/skjáskot RÚV

Hér má sjá pistil forstjóra frá því í september í fyrra

Hér má lesa frétt RÚV.