Slakari þjónusta á bráðamóttöku vegna COVID-19 - Jón Magnús á mbl.is

„Aðstaða sjúk­linga­hóps sem leit­ar á bráðamót­töku með minni hátt­ar slys og minni hátt­ar veik­indi, er því miður ekki jafn­góð og hún var áður og ekki eins góð og við mynd­um vilja hafa hana,“ seg­ir Jón Magnús Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir á bráðamót­töku Land­spít­al­ans, í sam­tali við mbl.is.  

Jón seg­ir ástandið hliðar­verk­an ráðstaf­ana vegna Covid-19-sjúk­linga. Fleiri þurfi að bíða á biðstofu bráðamót­tök­unn­ar en áður. „En við reyn­um að fyr­ir­byggja smit á deild­inni með því að gæta þess að all­ir spritti hend­ur og noti grím­ur við komu,“ seg­ir Jón.

Mynd/Skjáskot/mbl.is

Lesa má fréttina hér.