„Aðstaða sjúklingahóps sem leitar á bráðamóttöku með minni háttar slys og minni háttar veikindi, er því miður ekki jafngóð og hún var áður og ekki eins góð og við myndum vilja hafa hana,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, í samtali við mbl.is.
Jón segir ástandið hliðarverkan ráðstafana vegna Covid-19-sjúklinga. Fleiri þurfi að bíða á biðstofu bráðamóttökunnar en áður. „En við reynum að fyrirbyggja smit á deildinni með því að gæta þess að allir spritti hendur og noti grímur við komu,“ segir Jón.
Mynd/Skjáskot/mbl.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga