Tryggvi Þorgeirsson forstjóri fyrirtækisins Sidekick Health, sem nýverið tryggði sér 2,8 milljarða króna í fjármögnun erlendis frá, segir þá stofnendurna hafa þurft að læra hratt. Hann er í ítarlegu viðtali á Vísi og sjá má hér.
„Þessu er stundum líkt við það að fleygja sér út úr flugvél og þurfa að finna upp og smíða fallhlíf á leiðinni niður. Ég tengi alveg við þá líkingu að mörgu leyti,“ segir hann í viðtalinu.
Sidekick Health þróaði lausn fyrir Covid sjúklinga í einangrun þar sem heilbrigðisstarfsfólk Landspítala getur fylgst með þróun einkenna sjúklings í gegnum fjarheilbrigðiskerfi Sidekick.
„Þessi afurð hefur nú verið aðlöguð að öðrum sjúkdómaflokkum og mörkuðum og er komin í notkun Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir hann.
Sagt var frá því á dögunum að Sidekick Health hefði tryggt sér nýtt fjármagn að fjárhæð 20 milljónir dollara sem væri ætlað að styðja við vöxt fyrirtækisins í Evrópu og Bandaríkjunum. Sjá frétt mbl.is hér.
Mynd/Skjáskot/Vísir
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga