Söfnun LÍ fyrir Úkraínu fer mjög vel af stað

Þegar hafa safnast tæplega 2,8 millj. kr. í þeirri söfnun sem Læknafélag Íslands hóf síðdegis í gær meðal félagsmanna sinna fyrir læknisaðstoð í Úkraínu. Læknar, læknastöðvar og sérgreinafélög hafa styrkt söfnunina með myndarlegum framlögum. Ljóst er því að söfnunarféð hefur nú þegar náð um 3.8 millj. kr. þar sem Læknafélag Íslands var búið að heita 1 millj. kr. á móti fyrstu milljóninni sem safnaðist.

Tildrög söfnunarinnar eru þau að Alþjóðsamtök lækna (WMA), Fastanefnd evrópskra lækna (CPME) o.fl. alþjóðafélög lækna hafa brugðist við kalli kollega í Úkraínu um stuðning til læknisaðstoðar í landinu. LÍ á aðild að WMA og CPME.

Hér eru nánari upplýsingar um þessa söfnun

Skömmu eftir að LÍ hóf söfnunina síðdegis í gær barst formlegt bréf frá formönnum þeirra aðþjóðlegu félaga sem að stöfnuninni standa, þar sem fyrri beiðni um stuðning lækna er áréttuð. 

Bréfið má lesa hér.

 

LÍ þakkar félagsmönnum fyrir frábær viðbrögð við þessari söfnun.