Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir og ritstjóri Læknablaðsins, segir nokkrar spurningar vakna við fréttir um að maður á fertugsaldri frá Hong Kong hafi í tvígang greinst með COVID-19.
„Bæði hvort að þetta sé yfirhöfuð rétt greining," segir hann við Vísi. „Og hvort það hafi tekist að staðfesta þetta með óyggjandi hætti. Að það sé ekki einhver víxlun á sýnum eða eitthvað slíkt sem kann að hafa átt sér stað," segir Magnús í samtali við Vísi.
„Auðvitað vaknar spurningin hver er þýðing þessarar niðurstöðu. Að þú finnir erfðaefni af veiru, einhverja búta þess án klínískra einkenna og veikinda hjá viðkomandi. Það vekur spurningar um hvað þetta geti sagt manni. Í mínum huga segir þetta manni lítið sem ekkert," segir Magnús.
„Í versta falli getur þetta orðið til þess að vekja óþarfa áhyggjur hjá fólki að það geti fengið alvarlegan sjúkdóm endurtekið,“ segir Magnús í viðtalinu við Vísi.
Magnús segir við Vísi almennt gildi í smitsjúkdómafræðunum að fólk smitist ekki aftur. Í versta falli sé um að ræða mjög sjaldgæfa undantekningu.
Mynd/Skjáskot/Vísir
Sjá frétt The New York Times hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga