Sinnuleysi stjórnvalda í skipulagi heilbrigðiskerfisins á Íslandi veldur síauknum vanda á landsbyggðinni. Alþjóðlegar stofnanir kalla eftir áherslubreytingum. Allt of fáir sérfræðingar í heimilislækningum útskrifast hér á landi til að anna brýnni þörf. Íslensk heilbrigðisþjónusta fylgir ekki þróuninni á Norðurlöndum.
Afar brýnt er að efla heilsugæsluna til að mögulegt sé fyrir Evrópuríki að annast þjónustu og tryggja velferð sístækkandi hópa aldraðra og fjölveikra. Þetta er samhljóða álit Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem telja að skilvirkasta leiðin til að tryggja bætt aðgengi og aukna samfellu í heilbrigðisþjónustu sé öflug heilsugæsla. Jafnframt telja stofnanirnar að nútímaheilbrigðisþjónustu eigi að veita í nærumhverfi en í minna mæli á dýrum sérhæfðum stofnunum.
Þetta segja þeir Oddur Steinarsson og Jón Torfi Halldórsson sérfræðingar í heimilislækningum m.a. í grein í Fréttablaðinu 2. maí sl.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga