Anna Björnsdóttir lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómum í Bandaríkjum í fyrra og vinnur á Duke háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu, og hafa henni verið boðnar góðar stöður á nokkrum öðrum sjúkrahúsum þar í landi. Hún hefur alltaf viljað koma heim eftir nám, og þegar hún sótti um sérfræðinámið skrifaði landlæknir bréf til bandarískra heilbrigðisyfirvalda um að mikil þörf væri fyrir lækna með þessa sérhæfingu. Hún lagði inn umsókn hjá Sjúkratryggingum um að opna stofu, það er aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga