Styr stendur um stjórnarkjör á sjúkrahúsinu Vogi. Sagt er frá því í Fréttablaðinu að Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi segi í færslu á facebook síðu sinni að rangfærslum hafi verið haldið á lofti varðandi lokanir á Vogi. Valgerður segir:
„Til að leiðrétta rangfærslur um SÁÁ skal tekið skýrt fram að engar lokanir eru á áætlun á sjúkrahúsinu Vogi."
Í Fréttablaðinu segir einnig að í síðustu viku hafi þær Erla Björg Sigurðardóttir og Olga Kristrún Ingólfsdóttir, meðlimir í framkvæmdastjórn SÁÁ sagt frá því að hagræðingartillögur yfirlæknis á Vogi sneru meðal annars að því að loka sjúkrahúsinu í átta vikur að sumri og að breyta opnunartíma á meðferðarheimilinu Vík í fimm daga á viku, í stað sjö. „Sögðu þær að þessar tillögur hefðu komið frá Valgerði en ekki hugnast framkvæmdastjórninni," segir í fréttinni.
Þá var sagt frá því á mbl.is í gær að Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir og formaður SÁÁ, kippi sér ekki upp við bréf 57 starfsmanna meðferðarsviðs SÁÁ þess efnis að þeir vilji ekki fá Þórarin aftur í stöðu formanns. Þórarinn var til viðtals í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun.
Mynd/Skjáskot/Fréttablaðið
Mynd/Skjáskot/mbl.is
Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í Morgunútvarpi Rásar 2 hér
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga