Magnús Gottfreðsson, prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í smitsjúkdómum, segir í viðtali við RÚV að eyríki geti haft mun betra eftirlit með flæði fólks inn í landið. Því sé bæði raunhæft og skynsamlegt fyrir eyjur að varna því að smit berist til landsins með aðkomufólki. Magnús telur í viðtalinu nýjar reglur um tvöfalda skimun á landamærum skynsamlegar.
„Það er jú þannig að þetta er ákveðinn náttúrulegur styrkleiki sem eyríki hafa. Það er eðlilegt að þau reyni að nýta sér þetta, eitthvað sem er miklu flóknara í framkvæmd fyrir ríki sem að eiga landamæri að mörgum nágrannaríkjum og auðvelt er að koma inn fyrir landamærin á mörgum stöðum,“ segir Magnús í viðtalinu sem má nálgast hér.
Mynd/Skjáskot/RÚV
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga