Tekist á um Leitarstöðina - Kristján Sigurðsson í Morgunblaðinu

Ljóst er að ummæli fyrrverandi yfirlækni Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins á tímabilinu 2013-2017 um orsakir tillagna skimunarráðs um skipulagsbreytingar á leitarstarfinu eiga ekki við rök að styðjast, segir Kristján Sigurðsson, prófessor emeritus og yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins frá 1982 til mars 2013, í grein í Morgunblaðinu í dag.

„[A]uk þess sem ummæli hans, sem koma fram í fyrirsögn viðtalsins, má túlka sem hvatningu til þöggunar varðandi frekari umræðu um nýlegar skipulagsbreytingar krabbameinsleitar,“ segir hann og vísar til viðtals sem birtist á Mbl.is undir fyrirsögninni Umræða vekur ótta og vantraust hjá konum. Í greininni, sem sjá má á mynd hér fyrir neðan, gerir Kristján athugasemd við orðin sem þar féllu.

Kristján var einnig með bréf til Læknablaðsins sem lesa má hér.

Mynd/Skjáskot/Læknablaðið