Telur ráðherra brjóta gegn lögum

Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands haf kært fyr­ir­mæli heil­brigðisráðherra um að viðhalda tak­mörk­un á ramma­samn­ing nýrra lækna við SÍ. Sú staða sem er kom­in upp, það er að nýir lækn­ar kom­ast ekki að á ramma­samn­ing hjá SÍ vegna ákvörðunar ráðherra, brýt­ur í bága við lög að mati Stein­gríms Ara Arasonar forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.  

Þetta er meðal þess sem fram kom í sam­tali hans við Björt Ólafs­dótt­ir í þjóðmálaþætt­in­um Þing­vell­ir á K100 í morg­un. Stein­grím­ur gagn­rýn­ir harðlega að þurfa að synja sér­fræðilækn­um um aðild að ramma­samn­ingi vegna fjár­skorts. „Það á ekki að skipu­leggja heil­brigðisþjón­ust­una út frá veit­end­um held­ur út frá not­end­un­um, hinum sjúkra­tryggðu, og gera allt sem hægt er til að standa vörð um þeirra rétt­indi,“ sagði Stein­grím­ur.

Sjá nánar á mbl.is