Sjúkratryggingar Íslands haf kært fyrirmæli heilbrigðisráðherra um að viðhalda takmörkun á rammasamning nýrra lækna við SÍ. Sú staða sem er komin upp, það er að nýir læknar komast ekki að á rammasamning hjá SÍ vegna ákvörðunar ráðherra, brýtur í bága við lög að mati Steingríms Ara Arasonar forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.
Þetta er meðal þess sem fram kom í samtali hans við Björt Ólafsdóttir í þjóðmálaþættinum Þingvellir á K100 í morgun. Steingrímur gagnrýnir harðlega að þurfa að synja sérfræðilæknum um aðild að rammasamningi vegna fjárskorts. „Það á ekki að skipuleggja heilbrigðisþjónustuna út frá veitendum heldur út frá notendunum, hinum sjúkratryggðu, og gera allt sem hægt er til að standa vörð um þeirra réttindi,“ sagði Steingrímur.
Sjá nánar á mbl.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga