Þekkingu beitt með markvissum hætti - Ólafur í Morgunblaðinu

„Í baráttunni við COVID-19 er vísindalegri þekkingu beitt með mun markvissari hætti, en áður hefur verið gert í heilbrigðisvísindnum og þjónustu við sjúklinga,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, í Morgunblaðinu í dag. Læknavísindin hafi ekki í áratugi staðið andspænis jafn alvarlegum og útbreiddum faraldri eða smitsjúkdómi og nú.

Farsóttarnefnd fundi daglega með framkvæmdastjórn spítalans. „Á dínamískum vinustað þar sem eru 5.000 – 6.000 starfsmenn eru auðvitað alltaf miklar skoðanir – og við auðvitað nærumst á gagnrýnni umræðu þar sem ólík sjónarmið koma fram. Slíkt gerir vinnuna áhugaverða og vandaðri. En allt hefur þetta samt skilað því að hindranir og ósýnilegir veggir hafa lækkað.“ 

Mynd/Skjáskot/Morgunblaðið

Lesa má viðtalið á síðu 6 í Morgunblaðinu.