Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands segir það óboðlegt að ekki sé samið við lækna á stofum og að þolinmæðin sé orðin ansi lítil.
Í dag rann reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu vegna þjónustu sérgreinalækna út án endurnýjunar sem olli því að sjúklingar þurftu að greiða þjónustu fullu verði í morgun. Brugðist hefur verið við þessu og reglugerðin framlengd til 31. október. Steinunn segir að þetta sé í þrettánda skipti sem slík reglugerð sé sett og að það skapi mikla óvissu fyrir lækna og sjúklinga.
„Þetta varpar ljósi á þann undirliggjandi vanda sem er samningsleysi sérfræðilækna á stofum við Sjúkratryggingar. Það er nú búið að vara í tæp fjögur ár. Það býður upp á svona klúður að vera alltaf með endurgreiðslureglugerð sem er verið að endurnýja nokkra mánuði í senn, sem á að vera algjört bráðabirgðaúrræði, á meðan verið er að semja,“ segir Steinunn sem bendir á að það hafi hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum.
Sjá viðtal við Steinunni á frettabladid.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga