Um 7% kvenkyns lækna höfðu upplifað kynferðislega áreitni í vinnu síðastliðna þrjá mánuði árið 2018 og 47% kvenkyns lækna einhvern tíma á starfsævinni. Þetta kemur fram í könnun á líðan og starfsháttum lækna sem Læknafélag Íslands lét gera í október árið 2018. Ólöf Sara Árnadóttir, handaskurðlæknir á Landspítalanum og formaður samskipta- og jafnréttisnefndar Læknafélags Íslands, greindi frá niðurstöðunni í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um #metoo-hreyfinguna sem haldin er í Hörpu.
Um 1% karlkyns lækna hafði upplifað kynferðislega áreitni í vinnu síðastliðna þrjá mánuði og 13% á starfsævinni. Könnunin nær til allra lækna sem eru skráðir í Læknafélagið. Ungir læknanemar einkum konur eru í mestri hættu á að verða fyrir kynferðislegri áreitni. Þess má geta að könnunin var gerð tæpu ári eftir að #metoo-byltingin náði hæstu hæðum hér á landi.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga