Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, VG, Pírata og Samfylkingar hafa óskað þess að heilbrigðisráðherra verði falið að gera skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þess til dánaraðstoðar. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Áratugur er síðan slík könnun var síðast framkvæmd.
Sagt er frá því að Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sé fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Skýrsla heilbrigðisráðherra um málið sem kom út í fyrra hafi veirð gerð að hennar beiðni, auk annarra þingmanna.
„Í tillögunni segir að markmiðið með slíkri skoðanakönnun væri að fá sem „gleggsta mynd af afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til álitaefnisins“.“
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga